Fjarupptökur bjóða upp á hljóðfæraleik, söngvara og upptökustjórn til að vinna að þinni tónlist.

Hvort sem þig vantar stúdíóupptöku á einu hljóðfæri, upptökustjórn, hljóðblöndun eða langar að taka upp heila plötu þá getum við hjálpað þér.

            

Svona gerum við þetta...

1. Þú sendir okkur lagið þitt og línu um hvernig þú vilt að það hljómi og það er alveg nóg að hafa tekið upp á til dæmis símann. Ef þú átt ekki prufuupptöku af laginu til að senda okkur þá getur þú komið í stúdió til okkar og spilad það inn fyrir okkur þar.
Þetta notum við sem viðmiðun þegar við útsetjum og tökum upp lagið þitt.

2. Við finnum laginu farveg með grunn útsetningu sem verður svo tekin upp ef þú ert sátt/ur.

3. Við reddum því sem þú þarft í lagið eins og trommuleik, bassaleik, gítarspili, hljómborðum
og söng allt eftir þínum þörfum.

4. Við sendum þér grunnmix af laginu eða þá þú kemur í hljóðverið okkar til að hlusta á það sem komið er í lagið og færð tækifæri til þess að koma með athugasemdir og þínar tillögur að breytingum.

5. Þegar þú ert orðinn ánægð/ur með útkomuna verður lagið mixað
og masterað.