Söngupptökur

Langar þig til þess að syngja uppáhalds lagið þitt í hljóðveri?

Langar þig til þess að gefa sönginn þinn, makans eða barnanna þinna sem gjöf til ættingja?

Langar þig til þess að taka upp sönginn þinn við uppáhalds lag ástvinar og gefa þeim sem gjöf?

Það er miklu minna mál en þú heldur.

Fjarupptökur bjóða uppá upptöku og hljóðvinnslu á söngnum þínum.

Þú getur notað þitt eigið playback/undirspil eða að við finnum það eða útbúum fyrir þig.

Eina sem þú þarft að gera er að velja þér lag, mæta og að sjálfsögðu syngja.

Við tökum vel á móti þér.