Fyrsta lagið mitt

Þegar ég var ungur maður að stíga mín fyrstu spor í tónlist þá dreymdi mig um að komast í stúdió og taka upp lög sem ég var að fást við, tökulög og frumsaminn.

En á þeim tíma var lítið sem ekkert í boði varðandi upptökur. Að fara í stúdió var bara draumur einn, þannig að ég náði bara í kassettu tækið mitt og byrjaði að fikta við að taka upp söng minn bara til að heyra hvernig ég hljómaði á upptöku og var svo sem ekkert brjálæðislega hrifinn af útkomunni. Einhvern veginn hljómar maður alltaf betur í hausnum á sér heldur en þegar maður heyrir svo í sjálfum sér syngja á upptöku :) 

Ég fór mikið að pæla í hvar ég gæti stillt kassettu tækinu upp svo þetta myndi hljóma eins og alvöru upptaka. Ég átti vin sem var að læra að spila á gítar sem ég fékk til að spila undir hjá mér. Lag sem við reyndar sömdum saman, besta lag í heimi að sjálfsögðu.

Við komust að þeirri niðurstöðu að klósett herbergið hljómaði lang best einfaldlega af því að þar voru flísar á veggjum og hljóðið sveiflaðist fram og til baka sem myndaði smá delay og reverb. Við komum okkur vel fyrir, annar á klósettinu og hinn í baðkarinu og ýttum á upptökutakkann. Spiluðum og sungum af þvílíkri innlifun, því þetta sándaði líka svo vel á meðan það gerðist. Útkoman var stórkostleg, söngsándið geggjað og okkur fannst við vera með eitthvað svakalegt í höndunum.

Svo fórum við að leyfa nokkrum vinum í hverfinu að heyra upptökuna og þeir voru á sama máli.. þetta var bara geggjað ! krakkarnir fóru að biðja um eintak af spólunni góðu þannig að við þurftum að fá okkur svona tvöfalt kassettu tæki til að fjölfalda nokkrar spólur, sem enduðu með að verða hátt í 100 stk. Allt á okkar kostnað auðvita. Svo voru krakkarnir líka að copy-a sín á milli þannig að þetta fór frá okkur og margfaldaðist, sem er frábært fyrir menn sem eru að taka sín fyrstu skref tónlist.

Allt í einu voru við orðnir "frægustu mennirnir í hverfinu" og tróðum upp í partý eftir partý (sem við héldum reyndar sjálfir) og hápunkturinn var þegar við vorum aðal númerið í risatjaldi á vegum skátanna í hverfinu. SÆLL.. allt bara útaf því að við fórum inn á klósett hjá mömmu og tókum upp lag á kassettutæki sem var ekki einu sinni gott.

Þegar ég rifja upp þessa sögu brosi ég út í annað og hugsa "VÁ" hvernig væri þetta í dag ! Ef ég hefði verið að semja mitt fyrsta lag ! Kassettutækið hefði dugað skammt, gæðin á upptökum þurfa að vera svo miklu betri en klósett sándið hjá mömmu var. 

En þeim sem þyrstir í að skapa tónlist.. þeir bara finna sér leið og gera það eins og ég gerði . Þú þarft bara að taka upp lag, og ef þú getur það ekki sjálf/ur ! þá færð þú bara einhvern annan til að hjálpa þér. Sem er auðveldara í dag en það var þegar ég var að byrja. Það er kannski smá vesen,en þarf svo sem ekki að vera vesen ! en það er aðal málið !  Smá hint til þín :)  (fjarupptokur.is) getur svo sannarlega aðstoðað þig þar.

Kosturinn í dag er sá að þegar þú ert búin/n að taka upp lagið þitt að þá eru þér allir vegir færir þar sem við höfum net miðla sem færa þér haug af áheyrendum sem komast í beint samband við þig og ráða þig í einhver gigg og boltinn fer að rúlla. (hver veit nema að þú fáir gigg í hvítu skátatjaldi eins og ég) Facebook og youtube saman er svo öflugt tæki til að koma sér á framfæri. Þú þarft ekki að fjölfalda neitt eða leggja aura í kassettur eða geisladiska. Þú bara setur lagið þitt á youtube og dreifir því á hinum og þessum netmiðlum og allt í einu eru hundruðir búnir að heyra lagið þitt.

Í dag virka allar grunnleiðir svipað og þegar ég byrjaði nema að þetta er svo miklu auðveldara,dreifingarlega séð ! Þú getur auðveldlega farið í stúdió og tekið upp lag með öllum þeim sándum sem þú vilt hafa á laginu. Þú þarft ekki að hlaupa um alla íbúð með kassettutækið þitt til að finna rétta sándið.

Í dag er facebook/youtube og fjöldi annara miðla  "hverfið"  sem ég var að tala um áðan, vinirnir til að koma þér af stað. Það er svo einfalt að stofna youtube síðu, setja lagið inn og deila á facebook eða öðrum miðlum og ná til svo miklu fleira fólks en ég gerði á sínum tíma þegar internet og snjallsímar voru ekki til.

Þetta er bara spurning um að byrja einhverstaðar og boltinn fer að rúlla.

Snorri Snorrason

Fjarupptokur.is